Að baki

Eins og eflaust margir borgarbúar tók ég þátt í Menningarnótt á laugardaginn. Ég gaf mér þó lítið tækifæri á því að skoða hvað var um að vera heldur gekk ég á samt öðrum sjálfboðaliðum URKÍ-R með ruslatunnur um bæinn og bauð fólki að losa sig við fordóma sína. Á leiðinni gerðist ég geitar eigandi sem mér finnst ótrúlega spennandi þar sem ég þekki ekkert inn á bústörf. En það aftraði mér ekki fyrir kaupunum því inn í þeim var fjölskylda í Malaví sem sér um geitina fyrir mig! Cool Og munar það öllu.
Um kvöldið var ég svo mætt á Klambratún á slaginu átta til að hlíða á tónlistarfólkið. Ég vék mér einu sinni frá, en það var út í Eskihlíð að pissa, og var ég mun fljótari að því en að bíða í klósettröðinni á Kjarvalsstöðum. Það sem af var kvöldinu var svo teigað í góðu tómi hjá Sibbu vinkonu ...
Takk fyrir mig!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband