Dýrafjörður - Núpur

Mikið átti ég yndislega helgi í faðmi vestfirskra fjalla, fallegs veðurs og góðra vina hóp.
Ferðin vestur gekk vel fyrir sig! En tók heldur á bílinn enda vegir til háborinnar skammar. Veður var gott og yndislegt að horfa á milli fjarða og upp og niður fjöll. Heimleiðin var ekki af verri endanum. Lokuðum hringnum með því að fara Ísafjarðardjúpið. Þar voru vegir heldur skárri. Ennþá var veðrið hreinn unaður og sást yfir og allt um kring. Þegar komið var efst á Þroskafjarðarheiðina og stefnan tekin niður í Þorskafjörðin og blasti allt við okkur fram að sjóndeildar hring, og Snæfellsjökullinn tók á móti okkur í öllu sínu veldi. Fyrir Reykvíking sé ég þessa hlið á honum mjög sjaldan og var hún hreint stórkostleg.
Það er hálf dræmt að vera komin aftur í bæinn. Ég var rétt að byrja að njóta mín, enda elska ég vestfirði, og hefði verið til í að hafa nokkra daga í viðbót. En það styttist í að ég fari aftur út úr bænum, enda mikil þörf á því. Náttúran kallar enn sterkar. Þrjár vaktir eftir, menningar nótt, og svo út úr bænum í næstu viku. Stefnan tekin á Þakgil og svo upp í Landmannahelli að hitta Þóru skvís, sem hefur dvalið þar í allt sumar.
Held að það sé kominn tími á svefn. Góður svefn er undirstaða góðs geðheilbrigðis og þess þarf á að halda hjá tannsa á morgun! Annars er hann iðulega góður. Vonandi verður sama í gangi á morgun. Nema hann ákveði að fara að krukka eitthvað í þessum endajöxlum mínum.
--- Yfir og út ---


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Brynjar Birgisson

Ég er líka nýkominn úr Vestfjarðaferð. Náttúrufegurðin er svo mikil á þessu landssvæði að maður nær næstum því að fyrirgefa vegakerfinu (sem hefur þó batnað mikið á síðustu árum).

Jón Brynjar Birgisson, 14.8.2007 kl. 22:53

2 Smámynd: Hildur Tryggvadóttir Flóvenz

Hey ég var líka á Vestfjörðum! Merkilegt hvað margir taka sig upp á sama tíma að fara í sama landshluta :)

Hildur Tryggvadóttir Flóvenz, 15.8.2007 kl. 17:27

3 Smámynd: Jón Brynjar Birgisson

Kemur Hilla með læsta bloggið inn aftur. Hvernig væri nú að fara að senda mér lykilorð í sms-i eða með öðrum tryggum fjarskiptaleiðum?

Jón Brynjar Birgisson, 15.8.2007 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband