Í fréttum er þetta helst;

Ég er orðin nokkuð fær varðandi fuglabúrs þrifin. Get sett höndina inn í búrið án þess að skjálfa af hræðslu. Áttaði mig á því að greyin væru hræddari en ég. En þessu ævintýri fer að ljúka, og verð því fegin. Að eiga fugla er þreytandi til lengdar. Allt gott tekur enda, og ég læri af þessu. movies-719723
Bíó-myndir --- er eitt af því besta sem ég veit --- Ég horfði á Ghostbuster 1 & 2 í gær dag. Mikið var það ljúft. Fór þá að rifja upp aðrar barna myndir sem ég horfði á. Man ekki eftir mörgum, en Goonies er í uppáhaldi --- út frá þessu fór ég að pæla aðeins, og vá hvað mér finnast margar skemmtilegar myndir hafa verið gerðar á þessum tíma (ca. ´80-´90) (En þó er aðeins eldra tímabil mér mun ofarlega í hug og í ennþá meira uppáhaldi) --- mér finnst hálf rómantískt og frábært að sjá hversu "effecta" tæknin var "ófullkomin" á þessum tíma --- miða við það sem við sjáum í dag. Það var allt svo notalegt eitthvað. --- Mér finnst vera kominn tími á rómantíska tímabilið í kvikmyndum --- Er þetta fortíðar þráhyggjan sem kallar?

Undirkyndingin vikunnar er; Allir að fylgjast með Hendum fordómum í ruslið og Lifandi bókasafni á GayPride, um komandi helgi, og á menningarnótt. Þar gefst fólki kostur á að velta fyrir sér hvað fordómar eru, og jafnvel skoða sína eigin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband