27.7.2007 | 23:50
Rafknúið ævintýri
Þá er fyrsta Kringluferð, okkar tvíburana, í rafmagns-hjóla-stólnum afstaðin og tókst hún feikna vel. Ég var eiginlega sú eina sem gerði einhvern skandal. Ég var að leggja í mjög svo þrönt stæði fyrir fatlaða og klesti bara á skiltið sem segir til um að þetta sé fatlaða stæði ... en þetta var mjög svo gaman og er ég ótrúlega stolt af okkur að komast þetta ... stólnum upp í bílinn ... festa hann í bílinn ... fara út úr bílnum og ekki hafa ekið á neinn í Kriglunni. Þó munaði minnstu við afgreiðsluborðið í Kringlunni. Annars er fólk hálf smeikt við þessa stóla og eins og það sé bara ekki vant því að sjá fólk á þeim ... sem kannski er alveg rétt ... sumir bara gengu næstum því á okkur ... aðalega var það unga fólkið sem tók seinast tillit til okkar, og færði sig á síðast snúning, því því miður getum við rosalega lítið fært okkur þegar við erum á ,,gangi". ... kannski er þetta bara hluti af egótík unglingsárana. ... Annars ætla ég aðfara að hætta þessu og horfa á Boogie nights!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.