21.7.2007 | 13:40
Fyrirlitning
...var að vakna... ...var að lesa Fréttablaðið...
Fyrsta sem ég rek augun í þegar á tek ,,allt" blaðið er þetta; ,,Bílbelti - Ekki er sama hvernig vanfærar konur nota bílbelti..." VANFÆRAR KONUR! Er það nú hallærislegt og gamaldags orðalag - af hverju ekki bara óléttar? Mér finnst þetta niðurlægjandi. Mér finnst þetta dónalegt. Ekkert er fallegra en ólétt kona - sammála - ég sjálf get ekki beðið eftir því að vera ólétt, en að ég verði kölluð vanfær, það er svo af og frá að ég verði vanfær, óléttar konur geta vel gert hluti og verið 100% þátttöku aðili í samfélaginu, og því ekki vanfærar.
Annað...
Auglýsing frá Árborg ... Maður stendur með hestinn sinn, að koma heim úr útreiðar túr - horfir yfir sundlaug í húsgarðinum og þar eru hálf naktar konur --- skilaboðin eru; kauptu þér svona hús! Bryntu folanum þínu og svo sjálfum þér! Mjög hallærislegt
ooooooooooooo hvað ég er sár út í fólk að hafa svona fyrir augum á fólki --- vil ekki að fólk finnist þetta sjálf sagt!
Stórskemmtilegt á leiðinni heim í nótt ... hitti Lilju ... kjaftaði við hana heil ósköp um bara ekki neitt, og fannst eins og við höfðum sést í gær! ótrúlega skemmtilegt! ótrúlega óvænt!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.