Bíódagar - Stella í Orlofi og Heimilistónar

Um síðustu helgi varð bíóklúbburinn Bíódagar eins árs. Að því tilefni ætlar klúbburinn að hittast í kvöld og halda upp á það og horfa á Bíódaga. Grin  Við höfum undan farið verið heldur dræm í hittingunum, en í vetur stóðum við okkur vel og hittumst 2 sinnum í mánuði og fórum á allar íslensku myndirnar í bíó. Það er alveg stór skemmtilegt að fylgjast með íslenskri kvikmyndasögu á þennan máta, en því miður er stundum erfitt að finna íslenskar myndir á leigunum.lolla
Eyrun á okkur systrunum stækkuðu þegar við heyrðum í auglýsingum fyrir fréttir að Stella í Orlofi væri loksins komin út. W00t  ví hí...!!! Á fimmtudaginn hafði ég svo loksins tíma til þess að renna við í Bergvík og kaupa hana. Og svei mér þá, myndin lítur betur út á DVD en á gömlu pylsu pakka spólunni.
Heimilistónadiskurinn er kominn út! Ég er ekki enþá orðin svo fræg að fá mér hann, því hann var ekki til í Hagkaup í fyrradag. En ég hlakka ekkert smávegis til að kaupa hann og eignast þar með myndina með þeim. Smile  Þær eru svo æðislegar að orð fá því ekki lýst. Í staðinn kemur bara mynd af Ólafíu Hrönn syngjandi Tounge  (mynd sem ég fann á netinu)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Tryggvadóttir Flóvenz

Hringdu bara í fyrirtækið sögur og þeir senda þér diskinn! Ég gerði það því dreifing á disknum er eitthvað skökk!

Hildur Tryggvadóttir Flóvenz, 9.7.2007 kl. 09:08

2 identicon

ég VERÐ að kaupa mér Stellu!

Eyrún (IP-tala skráð) 9.7.2007 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband