3.7.2007 | 00:37
Bíó, öl, böl og ættarmót
Eftir margar kvöldvaktir og föstudags morgunvakt skellti ég mér í Kringluna að kaupa afmælisgjöf handa Daníel. Litli maðurinn fékk smábarnabókina um slökkviliðsbílinn og ermalangan bol, allt eftir óskum móðurinnar. Enda hefur maður lítið að segja þegar maður er aðeins að verða 1 árs.
Shrek hinn þriðji varð fyrir valinu sem mynd kvöldsins, og stóð hún bara fyrir sínu. Furðu fyndin, enda hélt sami húmorinn áfram frá því sem frá var horfið. Verst þó með gelluna sem talaði allan tímann. Fólk sem vill tala og horfa á mynd á bara að leigja sér spólu.
Föstudags kvöld og stefnan var tekin á Ölstofuna. Það er satt sem þeir segja, það er prumpulykt þarna
Laugardagurinn fór svo í ættarmót fyrir vestan. En það var stór skemmtilegt. Alltaf gaman að hitta ættingjana sína, þó ég þekki ekki nærri helminginn. Kvíð alltaf smá fyrir svona stórmótum. Veit ekki af hverju, en svo er þetta alltaf skemmtilegt.
Hið óvænta gerðist svo á sunnudeginum. Gamalt brot úr fótbolta tók sig upp og brotnaði aftur. Svo ég komst að því að það er ekkert sniðugt að brjóta tennur um helgar, því maður kemst ekki til tannlæknis, nema það sé neyðartilfelli og þá er það slysó.
Þannig fór nú það...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.