25.6.2007 | 16:18
Hlíðin mín fríða
Næringarrík helgi að baki þrátt fyrir vinnu. En ég lét þó ekki því til skipta og skelli mér í Hlíðina strax eftir vinnu á laugardeginum. Við stóru frænkurnar fórum saman og rótuðum og sáðum í garðinum, hjá frænkunni. Ég hlakka bara til uppskeruhátíðarinnar sem ég bauð sjálfri mér í eftir að við vorum búnar með garðverkin. Út troðið matarborðið beið okkar, í bústaðnum, þegar við komum inn. Gríðarlegar kræsingar og geggjað gott! Eftir meltingin tókum við til við að spila Nertz sem var stórskemmtilegt og alveg nýtt fyrir mér. Seint og síðar meir, endurnærð eftir útiveruna, gróðurinn og fjöllin fór ég í háttinn, ferlega sæl! Sunnudagurinn byrjaði snemma, tíðinda laus og fagur. Við héldum okkur til í róleg heitunum, göngutúr og afslappelsi áður en við fórum í bæinn í fyrri kantinum því ég þurfti að mæta til vinnu upp úr þrjú. Miða við umferðarþungan alstaðar að af landinu var ég fegin að hafa þurft að fara svona snemma.
Í fríi í dag, endurnærð eftir fjalla og sveita loft helgarinnar, og hef það gott í sólinni heima! Mikið hlakka ég til að komast aftur út úr bænum og eyða meiri tíma í Hlíðinni.
Athugasemdir
Ekki gleyma bjórnum sem verður í boði með uppskerunni ;). Og já, svo fórum við systurnar austur í gær og settum dúk yfir garðinn og svona. Það voru engar radísur komnar upp :)!
Kristín (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 16:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.