„Andlit án frekna er eins og næturhiminn án stjarna!“

Þá hafa freknurnar látið ljós sitt skína! Ég er ein stór frekna. Langt síðan ég hef verið svona útitekin, en það er sundferðunum að þakka! Grin Ég hef aldrei sérlega haft mikla komplexa yfir freknunum mínum, eins og stundum vill kannski verða með freknótt fólk. Ég fæddist rauðhærð, varð ljóshærð og núna bara man ég ekki hvernig háralit ég ber, og hef alltaf verið freknótt. Kannski sagði það mér eitthvað þegar Fríða frænka sagði mér sögu af Halla frænda mínum. Hann varð svo freknóttur á sumrin. Þegar hann var lítill var hann voða miður sín yfir þessu og bar það undir mömmu sína. Þá sagði hún að þegar maður væri með freknur þá kyssti sólin mann oftar, en bara einu sinni hjá þeim sem ekki væru með freknur. Ég hugsa oft um þetta þegar ég sólbaða mig, verð rauð, síðan bleik og öll út í freknum. Sólin sem sagt búin að kyssa mig svona oft! Tounge ...og ég fyrir löngu hætt að telja!

Og hérna koma smá upplýsingar af vísindavef Háskóla Íslands


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæ hæ, þetta er kjút, ætla að muna þetta, verst bara að ég fæ ekki freknur

Marín (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 22:06

2 Smámynd: Hildur Tryggvadóttir Flóvenz

Þetta er yndisleg útskýring! Ég fæ stundum nokkrar freknur á nefið svo sólin kyssir mig stundum!

Hildur Tryggvadóttir Flóvenz, 22.6.2007 kl. 09:11

3 Smámynd: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Ohhh, sólin hefur greinilega engan áhuga á því að kyssa mig, kannski er það hárið, eða augun, eða nefið, ég bara veit það ekki.  Ég er ekki með eina freknu og hef verið mega fúl yfir því.  Teiknaði meira að segja einhvertíma á mig freknur.  En það var bara svona gervi koss.

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, 2.7.2007 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband