10.6.2007 | 15:33
Hjólastóla gellan í nýjum stól, umferðatafir og stjórnlaus hundur
Það sem er frásögu færandi af helginni sem er að líða undir lok, er gærdagurinn. Ég ákvað að kíkja til tvíbura míns þar sem hún hafði verið að fá nýjan rafmagnshjóla stól, NB sinni fyrsta. Og var því spenningurinn samkvæmt því. Litla systirin og hundurinn voru líka tekin með. Ég var þegar búin að heyra að hjólastóla gellan væri nú þegar búin að valda smá usla hjá foreldrum okkar þar sem hún var búin að smella einu stykki gati á veginn í eldhúsinu heima hjá sér. Enn, sagan hefst á því að við systurnar og hundurinn erum komin í hús. Við förum fljótlega út til að prufu keyra stólinn og svo að hjólastóla gellan geti æft sig. Þetta gengur allt ágætlega fyrir sig, gott veður og rólegt. Við ákveðum í miðjum göngutúr að kíkja til mömmu sem var út í garði að vinna.
Við erum komnar að hringtorgi og þurfum að fara yfir það á tveimur stöðum sem hvor um sig er skipt í tvennt. Við erum að fara yfir á fyrsta staðnum, fyrri helming þegar strætó stoppar fyrir okkur. Eins og ég sagði áðan þá erum við að æfa okkur í stólnum og förum ekki hratt yfir. Svo við löllumst þarna yfir götuna, strætó stopp ásamt tíu bílum. Við og litla systir flissum yfir þessu, gott að vera góður og allt það, en ekki þegar maður tefur alla hina. Og þá var komið að síðari helmingnum. Hérna stoppaði nágranninn okkar fyrir okkur. Og áfram löllumst við þetta. Þangað til litla systir kallar á mig. ,,Stopp, það er eitthvað að. Við erum rafmagnslausar" Ha! Þetta er martröð hvers sem gengur fyrir rafmangi. Við vorum rafmagnslausar út á miðri götu og bílaröðin stækkaði bara og stækkaði. Ég ríf upp síman og hringi í pabba. Við hringsnúumst í kringum okkur og fussumst yfir því að vera rafmagnslausar á versta stað í heimi. Allt í einu sé ég unlock og lock haka og eins og í teiknimynd byrtist ljósaperan fyrir ofan höfuð mitt. Ég færi hakan niður í unluck. Og okkur tekst að draga stólinn út af götunni. Okkur var borgið. Við komumst svo að því í gegnum pabba sem er nett stressaður í bakaríunu rétt hjá að það er snúra sem fer stundum úr sambandi, og þurftum því að festa hana aftur.
Allt orðið klárt og við rétt ókomnar til mömmu. Pabbi ekur fram hjá okkur og "bíbbbbbbbbbbb" hundurinn tekur á rás á eftir bílnum og sinnir ekkert um kall okkar og blístur um að snú við. Þarna var pabbi kominn og ekkert gat stöðvað hundinn í að fagna því. Sem betur fer var lítil umferð og hæg.
Þetta var svona það helsta í sögunni, rafmagnsleysi á miðri götu toppar allt og stjórnlaus hundur en þetta var svo sem ekki alveg búið, en við héldum það þegar við fórum frá mömmu og pabba og fylgdum hjólastóla gellunni heim. -Allt er þá þrennt er, afsannaðist þarna- Þá fór hún bara að klessa á litlu systur sína og rétt áður en ferðin okkar var búin, vorum að fara yfir síðustu götuna, alveg að komast upp á gangstéttina, tveir bílar stopp og. Haldfangið fór af, ekkert hægt að stýra. En ,,öllu" vanar smellum við því á og drífum okkur afstað. Þessi ótrúlega ferð okkar hérna í Grafarvoginum, var stór skemmtileg. Góður dagur, endaði svo í pizzu áti og horfðum á Happy Feet. Núna er það svo bara afslappesli fyrir morgun daginn þar sem ný vinna tekur við. Heimilistölvan er komin í hús og ætla ég að sóa tíma mínum í sims ... með vituð um tímaþjófnað tölvuleikja og þá sér í lagi sims réttlæti ég þetta fyrir mér ... og sims notast aðeins í "neyð" sem að er, ekkert að hugsa tímabilið sem verður stundum að vera ... :p
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.