12.5.2007 | 00:15
Stutt partý í kvöld
Var að koma heim úr Poppoli partý á Óliver. Ekki alveg til í að fara í háttinn svo ég ákvað að skella inn smá færslu :p ... Þetta var mega stuð, og fjörið rétt að byrja núna örugglega. Óli sýndi brot úr myndinni, sem er enn í tökum. Og þetta leit mjög vel út! Hlakka til að sjá "the" myndina! :)
Annars er nú lítið í gangi. Drekkti sorgum mínum eftir Eurovision í gær :p
Undirbúningur afmælisins hefur tekið sinn tíma líka ... hlakka til að fá allt liðið í partý. Og þemað er rautt ;) Svo verður kosningakvöldið mjög spennandi, og hlakka ég til að fylgjast með því. Fyrir löngu búin að ákveða hvað ég ætla að kjósa.
En þreytan er farin að segja til sín. Svo ég bíð bara góða nótt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.