10.5.2007 | 15:13
Áfram Eiríkur
Erum við komin með nýjan Eirík Rauða -landnámsmann með meiru? Ætli hann leggi undir sig Evrópu í kvöld? Ég sendi allavegana alla mína bestu strauma um velgengi yfir til Finnlands. Ég held að við eigum góða möguleika á að komast í úrslit. En það eru 47 lönd sem dæma lagið ... já eða svona allt að því allavegna 28 í kvöld. Þetta verður spennandi og er ég að koma mér í fílinginn, tók vel á því í gær (eins og sjá má á bloggfærslu hér að neðan). ÁFRAM EIRÍKUR - ÁFRAM ÍSLAND!
Er að hlusta á Volta með Björk. Stór skemmtilegur diskur. Á flest alla diskana hennar, en datt út í tveim albúmum svo þau vannta upp á. En þau koma. ...einstakur tónlistarmaður...
Svei mér þá! Ég er orðin eirðarlaus og get bara ekki beðið að klukkan slái 19:00 Sjá upphafsatriðið og Eirík. :) Ætla að mæta fyrr í partýið - einfaldlega vegna þess að það liggur ferð þangað. Og fyrir vikið fæ ég að kíkja á þáttinn hennar Eyrúnar. Er mjög spennt, enda frábært efni sem hún er með! :) ...vona að tökurnar mínar hafi heppnast - og svo fékk ég líka óvænt hlutverk í þættinum og ég hlakka til að sá það! :) Við Ingi urðum víst alveg stór miklir færeyskir spegulantar! :p hehe... En segjum það ...
Athugasemdir
Já þið eruð svakalega fín! Þú verður bara að sjá þetta betur þegar þetta er alveg klárt... náttúrulega miklu meira tæknigúrú en ég...
Eyrún (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 09:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.