9.5.2007 | 13:58
keppnin á morgun
Var búin að skrifa fullt um öll lögin en svo gerðist eitthvað óskiljanlegt og ég missti út fyrstu 3 löndin sem ég ætlaði að setja inn ... núna fái þið þetta svona, án þeirrar uppröðunar sem ég var búin að ætla mér.
Innst inni er ég aðdáandi Eurovision, fyrir kannski svona tveim árum bloggaði ég um hvert einasta lag, og þar sem ég er að bíða eftir þvottinum ætla ég að hafa stutt yfirlit yfir lögin í keppninni. Albania; ég trúi ekki að þetta lagi komist eitthvað áfram alveg drepleiðinlegt í byrjun. Konan fornaldarleg og maðurinn minnir mig á einhverja teiknimyndapersónu. Sungu þau á ensku? Get ég fengið lagið textað?Andorra; Framhaldsskóla rokk. Lagið verður betra og betra, mjög kúl. Ég spái því góðu gengi.
Armenia; Er verið að tæla fram draug, long lost lover? Eða eitthvað? Ég er ekki alveg að meika að gaurinn skuli ekki vera að segja það sem söngvarinn er að segja. Þetta var ekkert skemmtilegt.
Austria; Sherril Crow ... Er verið að syngja um alnæmi? Þetta hrífur kannski einhverja, gítar dæmi þarna og eitthvað. Ekki the lagið samt...
Belgium; diskó - friskó ... John Travolta er mættur á svæðið, kemur hann með dansinn líka? ... en það er bara ekkert grípandi þarna...
Bosnia og Herzegovina; alveg viss um að hún sé að segja mér eitthvað merkilegt ... en ekkert brjálæðislega flott lag ... veit ekki...
Croatia; æi nei ... það verður að senda fólk sem getur sungið ...
Czech Republic; neibb þetta er ekkert að gera sig .... skil þetta ekki og gellurnar þarna
Denmark; hann minnir mig á Louise vinkonu mína í DK. Mig langar að sjá hann/hana dansa meira. Myndbandið er flott. Og verður spennandi að sjá þau á sviði. Ágætt lag ...
Estonia; nei nei ... nei takk, hérna verður klósett pása...
Finland; ágætislag, hlakka til að sjá hana á sviðinu! '
France; Það vanntar eitthvað hérna ... eitthvað til að ná þessum "kreisý" hæðum í lagið ... en er fólk tilbúið í Frakkland mix´60 og ´00?
Fyr Macedonia; þetta er möguleiki ... leggjalöng skvísa í réttu fötunum, ágætis lag, góður kraftur í því, það klífur eitthvað.
Georgia; jájá, þetta gæti alveg gengið. Minnir mig á tölvuleik - enda heitir lagið Visionary Dream
Germany; Jass fílingur - gamal dags - söngleikja - en hvernvegna þetta tungumál?
Mið Evrópa er öll í "back to the past"
Greece; og fyrst dettur mér í "þjóðlegur "Greese"" ...
Hungary; Tilfinningar bluse ... en aðeins of blue ...annars ágætislag
Iceland; óska Eiríki og félögum alls hins besta á morgun! :) Ég trúi ekki öðru en við komumst langt á þessu lagi.
Ireland; Get ekki annað sagt að þetta er mjög írskt og flott. Fíla alltaf Íra!
Latvia; aftur, þá á að velja fólk sem getur sungið ...
Lithuania; ekki að gera sig...
Malta; veit ekki ...
Moldova; tvö hlaupa lönd í röð ... þetta er ágætis lag ... fiðlur og rokk er ákvaflega skemmtilegt
Montenegro; þetta var að gera sig alveg í byrjun, en ... viðlagið gæti gripið ...
Netherlands; ó ég hélt að þetta yrði mega stuðlag, miða við kynninguna ... ekki alveg að fíla þetta
Norway; ástsælasta leik og söng kona norðmanna - hefði viljað sjá hana í öðru en þessu ...
Poland; MTV ? langar til?
Portugal; æi já þetta er slæmt lag ...
Romania; kunnuleg byrjun ... neibb ... ekkert
Russia; slaft! slapt! ....og bara ódýr sala að sýna þær klæða sig í
Serbia; ég fíla þetta lag ... hlakka til að sjá þau á sviði og hvort þau verði með svona gjörninga. Góð stig hækkandi kraftur í því. Held ég haldi með Serbiu.
Slovenia; elskar mig - elskar mig ekki ? skemmtilegur ástar leikur ... já eða nei ?
Spain; glætan!
Sweden; byrjunin er í mjög miklum abba stil ... eða kannski vegna þess að ég veit að þetta eru svíar .. en svo hafa þeir bara tekið fullt af öðrum takt föstum lögum og sett saman í stór skemmtilegt lag! Þeir hljóta að ná langt.
Switzerland; warner brother - movie byrjun/treiler ... ágætislag en ekki alveg að fíla söng um vampírur.
Turkey; æi veit ekki ...
Ukraine; klikkað lið - en ekkert meira en það - kæmist eitthvað bara fyrir það!
UK; veit ekki ...
Ég hlakka allavegana til á morgun! Og sennilega flestir!
Góða skemmtun! :D
Athugasemdir
Þú spyrð hvort austuríkska lagið sé um alnæmi! Ég skal svara, lagið er þemalag stæsrstu góðgerðarsamkomu í Evrópu sem er til styrktar alnæmis!
Hilla (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 14:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.