Sérþarfir

Þegar maður er svona lítill er maður hjálpar vana og með sérþarfir. ymislegt 008Samfélagið tekur mið að því, og hreinlega flest allir í kringum mann. En þegar maður verður eldri og heldur áfram að vera með sérþarfir, eins og til dæmis að vera í hjólastól, er samfélagið engan vegin tilbúið að taka mið af einstaklingnum. Það er erfitt að finna bílastæði sem henta hjólastólum, hjólastóla fólk kemst með miklum erfiðis munum í búðir á Laugarveginum, eina að gengilega kaffihúsið niður í bæ er í Ráðhúsinu og ýmislegt fleira. Í dag fór ég með systur mína til ríkislögreglustjórna en hún er að fara til útlanda og þarf passamynd í passann sinn. Það þarf að taka passamynd á staðnum því reglurnar eru orðnar svo strangar að tölvan þarf að samþykkja myndina út frá ákveðnum stöðlum. Það væri allt í lagi að mæta á staðinn ef plássið/klefinn sem myndin (og afgreiðslan) er tekin í væri ekki svona lítil. Þegar stóllinn er kominn þvert inn í klefan og kemst þannig með erfiðis munum er rétt svo plass fyrir fleiri. Vandamálið hefst svo fyrir alvöru þegar á að taka myndina, því myndavélin er í kassa í ,,staðlaðri" hæð. Systir mín hefur ekki getu til þess að reisa sig upp, og alls ekki er hægt að fara úr stólnum. En á einhvern undra verðan hátt eftir 30 mínútur af myndatökum tókst þetta hjá þeim. Og þökk fyrir frábærar stelpur sem vinna þarna þá var þetta ekki eins pínlegt og þetta lýtur út fyrir að vera, og væri í raun ef þær væru ekki svona góðar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er náttúrlega til skammar fyrir ríkisstofnanir að vera ekki með aðgang fyrir alla.

Hilla (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 09:21

2 Smámynd: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Já þetta er ekki hægt. Það á ekki að þurfa að treysta á góðvild starfsmanna í svona málum.  Lélegt.

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, 9.5.2007 kl. 13:40

3 Smámynd: Ester Júlía

Þetta er skelfileg aðstaða þarna. Ég fór með minn fjögurra ára í passamyndatöku i fyrrasumar og hann datt af þessum háa  kolli og rak höfuðið illa í . Ekki þó starfsfólkinu að kenna , aumingja það að vinna við þessar aðstæður.  

Ester Júlía, 9.5.2007 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband