Færsluflokkur: Kvikmyndir

Kvikmyndagagnrýni

Sem nemanda í kvikmyndafræði þykir mér ákaflega áhugavert að lesa kvikmyndadóma og skemmtilegt. Ég geri þó ekki mikið af því að lesa þá og helst verður  Fréttablaðið og 24 stundir fyrir valinu. Í 24 stundum í dag birtist að mínu mati einkennilegur kvikmyndadómur sem hefst svo (bls. 34)  ,,Og væmnisverðlaunin í ár hlýtur ... Rómantíska gamanmyndin Made of honor er aðeins gerð fyrir eina tegund fólks. Konur. ..." Mér finnst þetta frekar mikil stimplun á kvikmynd og ýtir ennþá meir undir þá fordæmisgefandi staðhæfingu að svona mynd sé fyrir konur og hinssegin mynd sé fyrir karlmenn. Hvað þá um þá karlmenn sem finnst gaman af rómantískum gamanmyndum? Eru þeir þá konur? Er þetta ekki enn ein lítillækkunin á tegund fólks sem heitir konur? Og myndin fékk 1 og 1/2 stjörnu. Af því hún er fyrir konur?
Þó gagnrýnandanum finnist litið til um rómantískar gamanmyndir ætti hann ekki í skrifum sínum að vera fordómagefandi. Kannski segir þetta bara meir um hann en myndina?

...enn áfram að læra - ritgerð um þýska nýbíóið er komið á fullt skrið...


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband