10.6.2007 | 15:33
Hjólastóla gellan í nýjum stól, umferðatafir og stjórnlaus hundur
Það sem er frásögu færandi af helginni sem er að líða undir lok, er gærdagurinn. Ég ákvað að kíkja til tvíbura míns þar sem hún hafði verið að fá nýjan rafmagnshjóla stól, NB sinni fyrsta. Og var því spenningurinn samkvæmt því. Litla systirin og hundurinn voru líka tekin með. Ég var þegar búin að heyra að hjólastóla gellan væri nú þegar búin að valda smá usla hjá foreldrum okkar þar sem hún var búin að smella einu stykki gati á veginn í eldhúsinu heima hjá sér. Enn, sagan hefst á því að við systurnar og hundurinn erum komin í hús. Við förum fljótlega út til að prufu keyra stólinn og svo að hjólastóla gellan geti æft sig. Þetta gengur allt ágætlega fyrir sig, gott veður og rólegt. Við ákveðum í miðjum göngutúr að kíkja til mömmu sem var út í garði að vinna.
Við erum komnar að hringtorgi og þurfum að fara yfir það á tveimur stöðum sem hvor um sig er skipt í tvennt. Við erum að fara yfir á fyrsta staðnum, fyrri helming þegar strætó stoppar fyrir okkur. Eins og ég sagði áðan þá erum við að æfa okkur í stólnum og förum ekki hratt yfir. Svo við löllumst þarna yfir götuna, strætó stopp ásamt tíu bílum. Við og litla systir flissum yfir þessu, gott að vera góður og allt það, en ekki þegar maður tefur alla hina. Og þá var komið að síðari helmingnum. Hérna stoppaði nágranninn okkar fyrir okkur. Og áfram löllumst við þetta. Þangað til litla systir kallar á mig. ,,Stopp, það er eitthvað að. Við erum rafmagnslausar" Ha! Þetta er martröð hvers sem gengur fyrir rafmangi. Við vorum rafmagnslausar út á miðri götu og bílaröðin stækkaði bara og stækkaði. Ég ríf upp síman og hringi í pabba. Við hringsnúumst í kringum okkur og fussumst yfir því að vera rafmagnslausar á versta stað í heimi. Allt í einu sé ég unlock og lock haka og eins og í teiknimynd byrtist ljósaperan fyrir ofan höfuð mitt. Ég færi hakan niður í unluck. Og okkur tekst að draga stólinn út af götunni. Okkur var borgið. Við komumst svo að því í gegnum pabba sem er nett stressaður í bakaríunu rétt hjá að það er snúra sem fer stundum úr sambandi, og þurftum því að festa hana aftur.
Allt orðið klárt og við rétt ókomnar til mömmu. Pabbi ekur fram hjá okkur og "bíbbbbbbbbbbb" hundurinn tekur á rás á eftir bílnum og sinnir ekkert um kall okkar og blístur um að snú við. Þarna var pabbi kominn og ekkert gat stöðvað hundinn í að fagna því. Sem betur fer var lítil umferð og hæg.
Þetta var svona það helsta í sögunni, rafmagnsleysi á miðri götu toppar allt og stjórnlaus hundur en þetta var svo sem ekki alveg búið, en við héldum það þegar við fórum frá mömmu og pabba og fylgdum hjólastóla gellunni heim. -Allt er þá þrennt er, afsannaðist þarna- Þá fór hún bara að klessa á litlu systur sína og rétt áður en ferðin okkar var búin, vorum að fara yfir síðustu götuna, alveg að komast upp á gangstéttina, tveir bílar stopp og. Haldfangið fór af, ekkert hægt að stýra. En ,,öllu" vanar smellum við því á og drífum okkur afstað. Þessi ótrúlega ferð okkar hérna í Grafarvoginum, var stór skemmtileg. Góður dagur, endaði svo í pizzu áti og horfðum á Happy Feet. Núna er það svo bara afslappesli fyrir morgun daginn þar sem ný vinna tekur við. Heimilistölvan er komin í hús og ætla ég að sóa tíma mínum í sims ... með vituð um tímaþjófnað tölvuleikja og þá sér í lagi sims réttlæti ég þetta fyrir mér ... og sims notast aðeins í "neyð" sem að er, ekkert að hugsa tímabilið sem verður stundum að vera ... :p
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.6.2007 | 11:54
lélegar auglýsingar - fyrirmyndir
Skellti mér í Borgarnes fyrir tveim kvöldum, ágætis ferð, og var Akureyringurinn með Mótel Venus á heilanum. Henni til mikilliar gleði stoppuðum við þar. Næst er þá bara að taka mynd af staðnum og gefa henni í afmælisgjöf sem plaggat. Nú kvöldmaturinn var snæddur á Hyrunni, og ef fólk er fyrir feitan og fljótandi mat, þá mæli ég með honum, annars ekki. Hugmyndunar flugið fékk að njóta sín í þessari ferð og bjó ég til auglýsingu fyrir íþróttavöruverslun í bænum. En hún heitir Borgarspor og auglýsingin er ,,Borgarsport sig?"
Fyrirmyndir eru bráðnauðsynlegar ... ég hélt því fram að ég ætti þó ekki neina, þangað til ekki fyrir svo mörgum árum að ég uppgötvaði að ég átti eina, og svo í gegnum árin fer þeim fjölgandi. Í topp 10 og nr. 1 eru það konur sem eru samkvæmar sjálfum sér, því fegurðin skín að innan, og verð ég æ ofan í æ, varari við það. Svo má nefna móður og ömmu mína, og fullt af fleira fólki sem ég hef kynnst og finnst hafa góða eiginleika, sem ég reyni að temja mér ...
annars var mér litið á Smáralindar bæklinginn í gærkvöldi ... forsíðumyndin mjög hrein og bein í þetta skiptið, ekkert vafamál ... og talsvert eggjandi ... mér fannst hún nú bara hreint ekkert spes, og blaðið þeim mun meira innihalds laust. Einna vitið var í stjörnuspánni, og ef maður trúir ekki á svoleiðis dóma þá var blaðið heldur tómlegt :p
....en áfram með smjörið, kominn tími á að ath. hvað eigi að borða í hádeginu! ...steingleymdi að taka með mér nest
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.6.2007 | 16:41
Veltingur
Ýmislegt drífur á daga fólks en mis mikið ... ýmislegt er nú hægt að velta sér upp úr ... ég er ekki að velta mér upp úr neinu, enda sit ég í stólnum mínum við tölvuna og er að vinna! :) gaman gaman
fólk getur pirrast yfir alskonar hlutum, ég líka. fólk er misjafnt að láta skoðanir sínar í ljós, ég líka. í dag hef ég engar skoðanir, en í kvöld hef ég fult af skoðunum, því þá mun ég sitja skoðanna mikinn fund þar sem alvarleg málefni verða rædd. reynum að ráða úr fortíðinni og framtíðinni eins og stjörnuspekingar.
á morgun, ja sá dagur er als endis óljós, en það gerist ansi oft. Þó finnst mér mjög gaman að lenda í svokölluðum "de-sja-vú" aðstæðum, eða þar sem draumar rifjast upp. bíflugu draumurinn minn frá því í síðasta mánuði skaust upp í kollinn á mér í gær kvöld. hann var óhugnalegur. ég var að reyna að gleyma honum. bókin sagði hann vera slæman, en ekki ég!
Á morgun mun ég hafa skoðanir, allan daginn er ekki víst, gæti þurft að spara mig fyrir kvöldið.
En nú ætla ég að lesa lög - ekki syngja, þetta eru ekki sönglög, heldur lög lagamanna. Enda geri ég ekki fólk, alla vegana ekki að óþörfu, að syngja.
eigið góðan dag, það sem eftir er af honum, og enþá betra kvöld! :D
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2007 | 12:48
Fljótlesnar bækur fyrir upptekið fólk í sumarfríinu

- Fölskvalaus iðrun - eftir Árna Johnsen
- Stjórnmálaflokkar sem ég á eftir að prófa - eftir Kristin H. Gunnarsson
- Tískuhandbók tölvunarfræðingsins
- Framfarir í mannréttindamálum í Kína
- Hlutir sem ég hef ekki efni á - eftir Björgúlf Thor Björgúlfsson
- Villtu árin - eftir Geir H. Haarde
- Hvernig halda skal formannssæti - Össur Skarphéðinsson
- Félagatal Framsóknarflokksins
- Kúnstin að vera krúttlegur - eftir Gunnar Birgisson
- Vinsælustu lögfræðingar landsins
- Hvernig á að bjóða útlendinga velkomna - eftir Jón Magnússon
- Úr fréttum inn á þing - eftir Ómar Ragnarsson
- Hafarnaruppskriftir - Náttúruverndarsamtök Íslands
- Þingmannsárin - eftir Jón Sigurðsson
- Það sem mér líkar vel í fari framsóknarmanna - eftir Steingrím J. Sigfússon
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.6.2007 | 11:53
Mikilvægi hlífðarfatnaðar
Hettur og húfur skipta miklu máli er kemur að því að verja sig gegn veðrum og vindum. Ég er mikill húfu aðdáandi og finnst ótrúlega gaman að eiga margbreitileg höfuð föt.
Hettan á jakkanum mínum er t.d. stór góð en hettan á hettupeysunni minni algjör hörmung. Meira að segja hettan á regn jakkanum mínu, stór góðum frá North Face er bara ekkert spes.
Uppáhalds húfan mín er sú sem ég keypti mér í Chicago í fyrra í "strange cargo" og hef ég reyndar ekki keypt neina síðan. Einu sinni var ég alltaf með derhúfur, svo hætti það, sennilega vegna þess að uppáhalds derhúfan mín hvarf ... en ég á eina mega flotta sem er hafnarbolta húfa, uppáhalds liðsins míns, Chicago Cubs. En ég nota hana lítið þar sem mér finnst derhúfur bara ekki fara mér :p
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2007 | 16:14
Do you know Jack Schitt?
http://jack.zunino.net/knowjack.htm ...and now I know everything when someone askes me if I know jack schitt...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.5.2007 | 12:35
Virðingarleysi?
Samkvæmt Morgunblaðinu í dag er erfitt að halda við borgara höfuðborgarsvæðisins varðandi rusl og hirðingu þess. Þrifið er 2 sinnum í viku, hvort það sé nóg er spurningin.
En ég hef aðeins velt þessu fyrir mér hver sé ástæðan fyrir svo miklu rusli. Ég fór að rifja upp að þegar ég var lítil og þurfti að losna við rusl og engin ruslafata nálæg til þess. Ruslið var þá sett í vasann, á meðan. Þetta geri ég en þá.
Kannski bera íbúar borgarinnar ekki virðingu fyrir umhverfi sínu?
Það var nú góð auglýsing í vetur varðandi sóðaskap, og þá var sýnt inn á heimili þar sem fjölskyldan henti öllu á gólfið og annað, ,,alveg eins og" fólk gerir út á götu. (að bera ekki virðingu fyrir heimilinu sínu - að bera ekki virðingu fyrir umhverfinu sínu)
Mér finnst þetta sorglegt. Sorglegt að fólk beri ekki virðingu fyrir umhverfinu sínu. Þeir sem bera ekki virðingu fyrir umhverfinu sínu bera sennilega einnig litla virðingu fyrir öðrum.
Viljum við hafa þetta svona?
Annars er ég afskaplega fegin sólinni sem skín núna. Mér verður bara strax hlýtt innan brjóst. Kannski ég kíkti út í garð á eftir ... en þangað til ætla ég að demba mér í bókin sem heltekur mig þessa stundina. :p ...eigið góðan dag! :D
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2007 | 12:38
Speki fyrir helgina ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2007 | 13:59
Gamlir tímar
Fjölskyldan dró fram gamla plötu safn heimilisins í gær og rifjuðum upp gamla tíma. Aðallega varð fyrir valinu gamlir gítar snillingar og country. Sátum langt fram eftir nóttu og hlustuðum meðal annars á Chet Atkins og Roy Clark (1933).
Vitnað í Chet Atkins (June 20, 1924 - June 30, 2001; "Years from now, after I´m gone someone will listen to what I´ve done and know I was here. They may not know or care who I was, but they´ll hear my guitars speaking for me " Og þetta er nákvæmlega það sem ég gerði. Hlustaði á hann í gegnum gítarinn hans og það var frábært! Við vorum sammála um að Chet Atkins væri mjög góður, hrein og tær dýpt í gítarleik hans var hreinn unaður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.5.2007 | 12:47
Hjólastólastæðin
Það eru svona skrítnustu hlutir sem fara stundum fyrir brjóstið á manni. Kannski sárnaði mér ekki beint en ég varð að einhverju leiti leið og hissa og... Ég var semsagt að koma úr Kringlunni með systur minni. Við höfðum verið að stússast saman, keyptum myndavél fyrir hana svo hún gæti tekið myndir í ferðlaginu sínu, fengum okkur kaffi og höfðum það mjög gott. Þangað til við lentum í veseni. Það vill enginn lenda í veseni eftir góðan og notalegan dag. Þegar við komum út á bílastæðið, ja þá bara komumst við ekki upp í bílinn. Ég hafði lagt í endastæði þannig að öðru megin var bíll og hinu megin gott pláss fyrir hjólastólabrautirnar. Það var kominn bíll í fatlaða stæðið við hliðina og einhver dúddi búinn að leggja gula "skutlu" bílnum sínum í, ja rauninni fatlaða stæði. Held að það hafi verið "gula skutlu bíls dúddanum til lukku" að fólkið við hliðina var að fara. En þá kom ég systur minni "öfugt" inn í bílinn. Og hann því ekki sektaður. Og allt gekk vel að lokum ... En það er ekki það sem skiptir alltaf máli að allt gekk vel að lokum. Heldur, að fólk van virði rétt annarra. Auðvitað gerist þetta oft og á ýmsan hátt, ýmiskonar þjóðfélags hópar eru vanvirtir. En þegar málið er svona augljóst. -Fatlaða skilti, stæðið blátt!- Þá er þetta svo asnalegt. Leiðinlegt að ekki sé hægt að fara eitthvað, nema búast oftast við einhverju misréttlæti. Búast við því að maður komist ekki úr stæðinu ...
Systir mín tekur þetta ekki nærri sér því hún hefur ekki þroska til þess, en ég "pirrast" yfir þessum hlutum. Það er til fullt af fólki í samfélaginu sem notast við hjólastól og skilur þetta misréttlæti. Er ekki nóg að vera öðru vísi, heldur en að vera öðru vísi og þurfa að finna fyrir því reglulega?
Kannski þarf að útskýra fyrir fólki hvers vegna fatlaða stæði séu og hvers vegna þau eru svona stór.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)