Ég á líf

Þar sem ég sat með kaffibollann minn, að koma mér á fætur, hugsaði ég með mér að það væri komið að blogg færslu. Eftir að hafa yfirkeyrti mig af stressi og lærdómi síðustu vikurnar vegna prófa og ritgerðarskila og sem lauk svo um helgina með prófloka djammi. Þá ætti ég mér loksins líf og þótti við hæfi að koma því til ykkar lesendur góðir. (sérstaklega þar sem síðustu færslur hafa verið heldur niðurdreignar) Ég á mér svo mikið líf að ég ætla mér út úr bænum í sveitina í dag og draga að mér ferska loftinu þar til ég kafna af of miklu súrefni.
Ég átti afmæli í síðustu viku. Mæli með ef fólk kemst hjá því að eiga ekki afmæli daginn fyrir próf. Enn svona var þetta í ár, lítið við því að gera. (flögguðu ekki allir fyrir mér? það er í lögum sko) Í tilefni þess var farið út að borða. Lítið var um hugmyndir en ágætis staður varð fyrir valinu. Alltaf er maður að komast að einhverju nýju, og mig langar að koma því á framfæri, sennilega er það bara neitendastofnun (Helga pikk me ef ég á að leita eitthvert annað). Mér finnst að það ætti að vera skilda að allir veitingastaðir sem halda úti heimasíðu ættu að taka fram hversu gott aðgengi þeir hafa fyrir hjólastóla. Við vorum nefnilega að skoða staði á netinu, og við erum ekki mikið að fara út að borða og eigum engann uppáhaldsstað svo við vorum ekki viss hvernig aðgengið væri fyrir hjólastóla. Við vorum ekkert að hringja og spyrja, það er eins og að hringja og spyrja hvort veitingastaðurinn væri ekki með barnamatseðil eða örugglega klósett. Svo við ákváðum að ef fyrsti staðurinn biði ekki upp á aðgengi fyrir okkur, þá værum við með tvo auka staði, sem ætti að "redd að okkur" Svo, við lögðum bara upp í óvissuna og okkur til mikilla lukku, þá komumst við öll klakklaust inn vegna allt í lagi aðgengis. Gaman að nefna að við gátum öll, farið inn á sama stað. Það er nefnilega svo að sumstaðar er hjólastóla aðgengi, enn gallinn er sá að einstaklingurinn þar að fara inn allt annarsstaðar en allir hinir og oft inn á sama stað og vörumóttakan er, eða eitthvað allveg fáránlegt og afsíðis. Það er nefnilega svo gaman að fá að upplifa að vera virkilega auka dæmi í samfélaginu, eða þannig. Því ætti bara veitingahúsa eigendur almennt að taka þetta upp hjá sér og sína að fólk í hjólastól er virkilega velkomið til þeirra. Að það sé ekki auka vesen að fá þau í mat til sín. Einnig mættu veitingahúsa eigendur raða borðum hjá sér betur. T.d. taka út eitt sett af borði og stólum, enn í staðinn, er auðvelt að ferðast um í hjólastól hjá þeim, og bara ganga á milli borða almennt.
Aðrar gleði fréttir eru þær að nú er allur ferðamáti fyrir ammeríkuförina kominn. Flugið og lestamiðarnir, allt klárt! Það er svo sjúklega asnalegt samt að vera á Íslandi, panta lestarmið í útlandi eins og ammeríku. Það á að segja heimilsfang og svona og það er boðið upp á að segjast vera frá Íslandi (ásamt öðrum löndum) Enn það er ekki hægt að stafesta pöntunina á íslenskri borg og póstnúmeri. Svo ég bý í Reykjavík og reddaði þessu með að setja inn póstnúmerið mitt í Chicago. Svo ég á heima á tveim stöðum! ;)
Enn nú ætla ég út í rigninguna, upp í sveit að skipuleggja með Kristínu frænku hvað skal gera í Philly!!!! :D
Eigið góðan dag, og gleðilegt sumar! Bæ ðe vei, búin að ná einum áfanga af fjórum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Tryggvadóttir Flóvenz

Og er ekki við hæfi að segja nafnið á veitingastaðnum?

Hildur Tryggvadóttir Flóvenz, 19.5.2008 kl. 17:21

2 Smámynd: María

Potturinn og pannan er staðurinn :)

María, 19.5.2008 kl. 22:16

3 identicon

Aaaaaaah, Hlíð er yndisleg. Að fara þangað er eins og að fá vítamínsprautu beint í æð :)! Og þessir veitingamenn mættu nú alveg fara að hugsa sinn gang.

Kristín (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband