akkuru

það rifjaðist upp fyrir mér í gær hvers vegna ég fór ekki fyrr í háksóla - á nefnilega við svo mikinn einbeitingarskrot að stríða að ég helst ekki yfir bókum nema í nokkrar, örfáar klukkustundir - því sá ég fram á að komast ekki í gegnum langa próf og verkefnatörn við lok hverrar annar. Enn ætli ég hafi ekki gleymt þessu með áranum, hluti af einbeitingaskortnum, og fannst ótrúlega sniðugt og nauðsynlegt að fara í háskóla síðasta vor. jú, það var alveg sniðugt, en nú er ég búin að vera mánuð í ritgerðar og prófa stússi og ég get bara ekki meir, endaspretturinn er að buga mig - ætli ég verði ekki bara að ýminda mér þetta sem maraþon eða íþróttaleik - þar sem glætan að ég gefist upp fyrr en markinu er náð - en vá, hvenær tekur maraþon og íþróttaleikur mánuð? Kannski ætti ég bara að skrá mig í íþróttaháskóla og stunda kappleiki, þeir eru oftast ekki lengur en 90 mínútur, með góðum hálfleik - það er ekkert sem heitir hálfleikur í háskóla. Ég verð bara að fara til læknis og fá meðul við þessum einbeitingarskorti og eyrðarleysi sem hrjáir mig strax á fyrstu viku tarnarinnar.
Hugsunin yfirbugar mig líka, að vera búin að læra, og læra og læra og svo, hva falla? Þá er þessi önn til einskis og þessi erfiðasti mánuður lífs míns, sár og glötuð minning - Ok, er farin að læra... Blush  

Draumfarir

Því líkar draumfarir áttu sérstað í morgunsárið á þessum fallega og yndislega afmælisdegi mínum. Það hlýtur bara að boða gott. Missti hárið en slapp lifandi undan ógeðslegum stríðsherrum. Kannski spilaði stríðslýsing í Þúsund bjartrar sólir inn í þar sem hún var lesin fyrir svefninn.
Það sem mig langar að gera í tilefni dagsins er að fara í sund og fá mér ís, en það verður að býða annarra betri daga - síðasti próflestrar dagur verður að ganga fyrir. Í staðinn er það bara út að borða í kvöld og bjór með matnum í tilefni dagsins.

Endalokin nálgast

Alveg er ég að gefast upp á þessum endalausa lærdómi - þett´er orðið gott - en síðasta prófið er ekki búið, neibb, tveir dagar í það.
Eftir morgunlesturinn er eins og andinn hafi verið rifinn úr mér - ég sit og tel blaðsíðurnar sem eftir eru í staðinn fyrir að lesa þær. Mér líður eins og ég geti ekki meir.
Blendnar tilfinningar yfir að takast þetta, ná prófinu og komast í frí. Mikið hlakka ég til eftir helgina. Þá er hægt að undirbúa sumarið sem ég þrái svo heitt. Komast til fjölskyldunnar í Chicago og takast á við ævintýrin sem bíða í Landmannahelli. Óskin um að sumarið verði bjart og gott er svo yfirþyrmandi heit og eftirvæntingarmikil að þetta er orðið áskapað, þunglyndi og þrá.
Enn, það þýðir víst lítið að kvarta. Dembi þessari þunglyndislegu og yfirbuguðu tilfinningu yfir á "ekkert svæðið, netheiminn" og held svo áfram ögn léttara yfir hjartanu.
Það er nú bara svo ... LoL


gelding

eitt sem ég skil ekki (freud, lacan, metz) að konum finnst þær vera geldar (castration) vegna þess að þær hafa ekki typpi - en geta karlar þá ekki verið geldir vega þess að þá vantar brjóst?
Málið snýst sem sagt um það sem vantar, en ekki það sem er.
Þangað til börn uppgötva kyn sitt, samsvara þau sig við móðurina og hræðast allan þann tímann að vera geld, eins og hún.

Grikkland

Mikið langar mig að fara til Grikklands eftir þessa fallegu kynningu á landinu!


Kvikmyndagagnrýni

Sem nemanda í kvikmyndafræði þykir mér ákaflega áhugavert að lesa kvikmyndadóma og skemmtilegt. Ég geri þó ekki mikið af því að lesa þá og helst verður  Fréttablaðið og 24 stundir fyrir valinu. Í 24 stundum í dag birtist að mínu mati einkennilegur kvikmyndadómur sem hefst svo (bls. 34)  ,,Og væmnisverðlaunin í ár hlýtur ... Rómantíska gamanmyndin Made of honor er aðeins gerð fyrir eina tegund fólks. Konur. ..." Mér finnst þetta frekar mikil stimplun á kvikmynd og ýtir ennþá meir undir þá fordæmisgefandi staðhæfingu að svona mynd sé fyrir konur og hinssegin mynd sé fyrir karlmenn. Hvað þá um þá karlmenn sem finnst gaman af rómantískum gamanmyndum? Eru þeir þá konur? Er þetta ekki enn ein lítillækkunin á tegund fólks sem heitir konur? Og myndin fékk 1 og 1/2 stjörnu. Af því hún er fyrir konur?
Þó gagnrýnandanum finnist litið til um rómantískar gamanmyndir ætti hann ekki í skrifum sínum að vera fordómagefandi. Kannski segir þetta bara meir um hann en myndina?

...enn áfram að læra - ritgerð um þýska nýbíóið er komið á fullt skrið...


Rigningin

Ég er enginn sérlegur aðdáandi rigningar. Á dögum sem þessum finnst mér ákaflega gleðilegt að vera heima hjá mér, notalegt að hlusta á rigninguna dynja á þakinu, sátt við að vera inni.

Ef það væri ekki fyrir...

Ef ég væri t.d. ekki reglulega á MSN og Facebook - ef það væri ekki fyrir þetta indislega ,,Enter a personal message" þá er ég alveg vissum að mér tækist ekki að átta mig á því hvernig mér liði. Fattaði að þetta er mér orðið lífsnauðsynlegt - í fáum orðum að demba því þarna inn hvernig mér líður, hvað mér finnst eða bara, hvað ég sé að gera. T.d. núna var ég að leyfa öllum sem vilja á facebook og skilja íslensku að vita að ég er ,,stressuð - allt of mikið lesefni og ekki hálfnuð fyrir morgundaginn! :(" í leiðinni náði ég að "stablisera" fyrir mér hvers vegna ég er orðin svona óróleg. Held að það sé samt alveg mál að drífa sig aftur í lærdóminn, hoppa svo út í smá stund í göngutúr og berast eitthvað með vindinum og læra svo enn þá meira.

Ég heyrði

...og mér fannst þetta fallegt!
Kostur að búaa í úthverfi og heyra þetta ekki klukkan 5 á morgnanna, sem hljómar mjög áheilagur tími í mínum eyrum - enn er ákaflega heilagur tími í eyrum íslamstrúarmanna.
Þetta er bara skemmtilegt og gefur okkur sýn inn í umtalaða trú nú á dögum.
mbl.is Kvartað til lögreglu yfir bænakalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eirðarleysi

Nú grípur mig gífurlegt eirðarleysi - hellist yfir mig þegar byrja þarf að skrifa. Einhvers konar verkhræðsla - þori ekki að byrja, eða bara hreinlega veit ekki hvar á að byrja. Búin að lesa heila bók og blaðsíður í annarri en finnst ég einhvern vegin ekki vera neinu nær, það vantar eitthvað persónulegt í þessi skrif, sem eru ekki einu sinni hafi. Ætli ég fara ekki aðeins á netið og sjái hvort ég finni einhverjar upplýsingar, já kannski ágætt að kíkja í glósurnar sínar frá því í vetur.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband